Fimmtudagur 7. febrúar 2019 kl. 20:30

Furðuverk og auðlindagarður í Suðurnesjamagasíni

Í Suðurnesjamagasíni vikunnar förum við í Auðlindagarðinn á Reykjanesi. Þar er núna fjölbreytt starfsemi í mörgum fyrirtækjum sem nýta sér afurðir orkuveranna á Suðurnesjum. Í auðlindagarðinum starfa um 1300 manns. 
 
Við förum einnig í leikhús og hittum ungmenni sem hafa verið saman á leiklistarnámskeiði frá því í haust afraksturinn er skemmtileg leiksýning sem heitir Furðuverk. 
 
Þá förum við í safn Sjónvarps Víkurfrétta og skoðum þriggja ára gamalt innslag um Lárus Sigfússon. Hann fagnaði 104 ára afmæli í þessari viku en við hittum Lárus þegar hann varð 101 árs og skellti sér á hestbak á Mánagrund.
 
Suðurnesjamagasín er á Hringbraut öll fimmtudagskvöld kl. 20:30. Þátturinn er einnig sýndur á vf.is og á sjónvarpsrás Kapalvæðingar í Reykjanesbæ.