Funheitur fasteignamarkaður og geimstöð á Ásbrú
- ásamt Söru Sigmunds og sýnishorni úr Litlu hryllingsbúðinni
Suðurnesjamagasín, fréttatengdur þáttur frá Víkurfréttum úr mannlífi og menningu á Suðurnesjum er á dagskrá Hringbrautar í kvöld kl. 20 og aftur kl. 22.
Í þessari viku kynnum við okkur fasteignamarkaðinn á Suðurnesjum og hvernig menn eru þar að bregðast við hraðri uppbyggingu á svæðinu.
Við förum einnig á Ásbrú og skoðum geimstöð sem er í daglegum samskiptum við 144 gervitungl sem eru að ljósmyndamynda jörðina alla daga.
Þá birtum við seinni hluta viðtals okkar við crossfitkonuna Söru Sigmundsdóttur og endum þáttinn í Litlu hryllingsbúðinni sem Leikfélag Keflavíkur er að frumsýna um þessar mundir.
En við byrjum á úttekt okkar á fasteignamarkaði Suðurnesja og gefum boltann á Eyþór Sæmundsson.
Þátturinn er í spilaranum hér að ofan í háskerpu.