Fullur lotningar í Lambafellsgjá
Áfram heldur ferðalag Ívars Gunnarssonar um Reykjanesið. Að þessu sinni lá leiðin í Lambafellsgjá en þar er á ferðinni perla sem alltof fáir hafa heimsótt. Ívar var bergnuminn í miðri gjánni sem er hæst um 50 metra há. Fallegt vetrarveður setti svip sinn á gönguferðina sem sjá má í meðfylgjandi myndbandi.