Fullt hús af brúðum
Leikfangasafn Helgu Ingólfsdóttur sýnt í Duus Safnahúsum
Fimmtudaginn 3. september 2020 opnaði Byggðasafn Reykjanesbæjar sýningu á merku leikfangasafni Helgu Ingólfsdóttur. Helga hóf söfnun á brúðum fyrir margt löngu og í framhaldinu margskonar öðrum leikföngum sem flestir þekkja úr æsku. Hún færði Byggðasafninu allar brúður sínar að gjöf árið 2007 og heildarsafnið nokkrum árum síðar. Leikfangasafn hennar hefur aldrei áður verið sýnt í heild sinni en það er líklega það stærsta sinnar tegundar hér á landi.
Helga taldi leikföng mikilvæg í þroska og leikjum barna og án efa mun sýningin vekja upp ótal góðar minningar sýningargesta úr æsku.