Frisbee-snillingurinn Árni Þór
– kastar svifdiskum af mikilli nákvæmni
Árni Þór Guðjónsson er þrettán ára frisbee-snillingur í Keflavík sem vaktið hefur athygli fyrir brellur sem hann gerir með svifdiskunum sínum.
Árni er með ástríðu fyrir bæði frisbee og kvikmyndagerð og hefur tvinnað þessi tvö áhugamál saman með góðum árangri.
Sjónvarp Víkurfrétta hitti Árna Þór og ræddi við hann um Frisbee og myndböndin sem hann hefur verið að gera.