Sunnudagur 27. maí 2018 kl. 03:01

Friðjón sefur á meirihlutamyndun í nótt

Friðjón Einarsson, oddviti Samfylkingar og óháðra í Reykjanesbæ, ætlar að vera búinn að koma saman meirihluta í bæjarstjórn Reykjanesbæjar um miðjan dag á morgun. Hann segist vera búinn að ræða við flesta oddvita framboða í Reykjanesbæ en ætli að sofa á málunum í nótt en vakna snemma til að klára málin.
 
Sjónvarpsmenn Víkurfrétta ræddu við Friðjón nú í nótt við kosningaskrifstofu flokksins við Hafnargötu. Viðtalið er í spilaranum hér að ofan.