Friðjón: Krafa um endurnýjun
Friðjón Einarsson, sem náði oddvitasæti Samfylkingarinnar í prófkjöri helgarinnar í Reykjanesbæ, segir að það hafi verið krafa í samfélaginu um endurnýjun og úrslitin í prófkjörinu í Reykjanesbæ séu tákn um nýja tíma.
Friðjón segir að mikið af góðu fólki hafi tekið þátt í prófkjörinu og þegar hann er spurður um það hvort ekki hafi verið smalað á kjörstað, segir hann, að hann eigi ekki stóra fjölskyldu í Reykjanesbæ og hafi ekki tekið þátt í blokkamyndun fyrir prófkjörið.
Ítarlegt viðtal er við Friðjón í meðfylgjandi myndskeiði.