Friðjón: Kominn tími á að hvíla Sjálfstæðisflokkinn
Friðjón Einarsson hjá Samfylkingunni var sigurviss í samtali við Víkurfréttir í morgun. „Við ætlum að breyta bænum. Það er kominn tími á að hvíla Sjálfstæðisflokkinn eftir 24 ár í meirihluta.“ Friðjón segist ánægður með mikla þátttöku í aðdraganda kosninga. Varðandi nýjan meirihluta þá segir Friðjón léttur í bragði að hugsanlega fái Samfylkingin inn sex menn og hreinan meirihluta, annars verði sest niður eftir kosningar og málin rædd. Viðtal við oddvita má sjá hér að ofan.