Framsókn vill koma að meirihlutamyndun í Reykjanesbæ
Jóhann Friðrik Friðriksson, oddviti Framsóknarflokks og óháðra í Reykjanesbæ, vill koma að myndun nýs meirihluta í bæjarstjórn Reykjanesbæjar.
Sjónvarpsmenn Víkurfrétta hittu Jóhann við kosningaskrifstofu flokksins í nótt þar sem fjölmenni fagnaði tveimur bæjarfulltrúum flokksins. Viðtalið við Jóhann Friðrik er í spilaranum hér að ofan.