Framleiða 7500 máltíðir á dag
Skólamatur í Reykjanesbæ framleiðir um 7500 máltíðir á hverjum degi fyrir börn í 32 grunnskólum og nokkrum leikskólum. Um 500 tonn af hráefni fara í gegnum eldhús fyrirtækisins í Keflavík.
Suðurnesjamagasín Víkurfrétta heimsótti Skólamat og ræddi við Axel Jónsson sem fékk hugmyndina og stofnaði fyrirtækið fyrir nokkrum árum. Fyrirtækið hefur vaxið hratt á síðustu árum.