Frá Keflavík til Minneapolis og til baka á 3:30 mín
Flott myndband úr stjórnklefa þotu Icelandair, sem Óskar Eiðsson flugmaður hjá Icelandair, tók á leið frá Keflavík til Minneapolis í Bandaríkjunum og aftur til baka á 3:30 mínútum, hefur vakið athygli á vefnum Allt um flug.
Vélinni er ýtt frá hlaði við hlið 7 og fer í loftið frá Keflavík á braut 29 og lendir um kvölmatarleytið á MSP og fer að hliði H5.
Vélin hefur um 85 mínútna viðdvöl í Minneapolis áður en hún fer í loftið til baka til KEF þar sem hún lendir á braut 20 um sjöleytið um morguninn.