Fimmtudagur 4. júní 2015 kl. 16:23

Forsetinn, Sigvaldi, síkátur sjóari og nýtt hótel

- meðal efnis í nýjasta þætti Sjónvarps Víkurfrétta

Við erum í Reykjanesbæ og Grindavík í þessum nýjasta þætti Sjónvarps Víkurfrétta.

Í fyrri hluta þáttarins förum við til Grindavíkur þar sem nýtt hótel opnaði í gamla félagsheimilinu Festi. Þá tökum við púlsinn á því helsta í dagskrá Sjóarans síkáta.

Í síðari hluta þáttarins förum við með Ólafi Ragnari forseta í Heiðarskóla í Keflavík þar sem nemendur sungu og dönsuðu Óla Skans. Allt um það í þættinum.

Sigvaldi Lárusson leggur á morgun upp í göngu frá Keflavík til Hofsóss. Við ræddum við Sigvalda um ferðalagið sem er framundan.

Þáttinn endum við svo á tónleikum hjá Vox Felix í Ytri-Njarðvíkurkirkju.

Sjónvarp Víkurfrétta er á dagskrá ÍNN í kvöld kl. 21:30. Þátturinn er hér að neðan í háskerpu.