Laugardagur 11. júní 2022 kl. 15:40

Forseti Íslands kom sjóleiðina til Grindavíkur

Gamla varðskipið og nú safnskipið Óðinn hefur verið til sýnis í Grindavík í dag og verður opið til kl. 17:00.

Óðinn lagði upp í siglingu til Grindavíkur frá Reykjavík snemma í morgun og kom til Grindavíkur um hádegisbil. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, kom með Óðni til Grindavíkur og tók þátt í athöfn í skipinu þegar japönsk skipasmíðastöð afhenti Hollvinasamtökum Óðins nýtt frammastur á skipið.

Sjónvarpsmenn Víkurfrétta tóku á móti safnskipinu Óðni í Grindavík og ræddu við Guðna forseta í forsetasvítunni um borð. Viðtalið er í spilaranum hér að ofan.