Forsætisráðherra: Bæjarstjórnin merkilega æðrulaus gagnvart þessu verkefni
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fundaði með bæjarsjórn Grindavíkur í gær. Fundurinn fór fram á rafmagnslausri bæjarskrifstofu. Á fundinum var rætt um náttúruhamfarir en einnig atvinnu- og menntamál, svo eitthvað sé nefnt.
Víkurfréttir ræddu við Katrínu eftir fundinn en hún sagði bæjarstjórnina í Grindavík merkilega æðrulausa gagnvarp þessu verkefni sem jarðhræringarnar við bæjardyrnar væru. Jarðskjálftar og náttúruvá hafa verið viðvarandi í rúmt ár og ekkert lát virðist á. Í spilaranum hér að ofan er rætt við Katrínu um jarðskjálftana. Nánar lengri útgáfa af viðtalinu verður birt eftir helgi.