Fór lengra en hann ætlaði sér
Lítill sendibíll sem kom niður Grænásbrekkuna seint í gærkvöldi fór lengra en hann ætlaði sér. Bíllinn fór yfir gatnamótin og yfir hól sem þar er og hafnaði loks á bifreið þar fyrir neðan. Nokkuð flókið var að ná bílnum aftur upp á veg enda yfir háan og brattan hól að fara. Það tókst þó að lokum og var bifreiðin flutt óökufær á brott. Engin slys urðu á fólki í þessu óhappi.
Meðfylgjandi er stutt myndskeið frá vettvangi í gærkvöldi.
Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson