Mánudagur 15. júlí 2013 kl. 12:16

Fór í „blackout“ eftir skotið

Segir Elías Már ungur markaskorari Keflvíkinga

Elías Már Ómarsson glímdi við blendnar tilfinningar eftir leik Keflavíkur og Breiðabliks í gær. Elías skoraði glæsilegt mark í fyrsta leik sínum í byrjunarliði Keflvíkinga sem þó máttu sætta sig við 1-2 tap á heimavelli sínum. „Ég blackout-aði eftir að ég tók skotið, það er er lítið meira sem ég get sagt,“ sagði Elías sem viðurkenndi að það hefði verið sætt að sjá boltann svífa framhjá Gunnleifi Gunnleifssyni landsliðsmarkverði. Viðtal við Elías má sjá í myndbandinu hér að neðan.

Boltinn svífur yfir markmann Blika.

Keflvíkingar fagna ógurlega eftir mark Elíasar.