Flýgur dróna til móts við skip og báta
- og loftrýmisgæslan á Keflavíkurflugvelli í Suðurnesjamagasíni
Suðurnesjamagasín í þessari viku er á óvenjulegum tíma. Þátturinn er frumsýndur á Hringbraut og vf.is kl. 20:30 á föstudagskvöldi en ekki á fimmtudegi eins og vanalega.
Í þessari viku eru tveir Jónar í aðalhlutverki. Jón B. Guðnason framkvæmdastjóri hjá Landhelgisgæslunni á Keflavíkurflugvelli segir okkur frá loftrýmisgæslu og fleiru. Þá hittum við annan Jón í Grindavík. Sá flýgur dróna og tekur myndir af skipum og bátum frá óvanalegu sjónarhorni.