Föstudagur 11. febrúar 2011 kl. 13:12

Flugvélar settar í skjól

Tafir urðu á millilandaflugi frá Keflavíkurflugvelli í morgun vegna óveðurs. Vegna þess var fjölmennt í Flugstöð Leifs Eiríkssonar þar sem farþegar biðu eftir að komast til Evrópu. Þá komu Ameríkuvélar seinna til landsins í morgun en vanalega.
Erfitt er að athafna sig á flughlaðinu við Leifsstöð í slæmu veðri eins og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði sem kvikmyndatökumaður Víkurfrétta tók snemma í morgun. Þarna hafði flugvélum verið komið fyrir hlémegin við flugstöðina og í skjóli fyrir mesta veðrinu.


Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson