Flugstöð, landsliðsþjálfari, atvinnumennska og bumbusláttur
- í nýjasta Suðurnesjamagasíni Víkurfrétta
Suðurnesjamagasín er á dagskrá Hringbrautar og vf.is í kvöld. Í þætti vikunnar kynnum við okkur frekari uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli. Þrátt fyrir að ferðamönnum sem koma inn í landið muni fækka þá heldur skiptifarþegum áfram að fjölga og það skapar meiri vinnu á Suðurnesjum.
Við hittum einnig Stefán Alexander, ungan atvinnumann í knattspyrnu og ræðum við Heimi Hallgríms, landsliðsþjáfara í knattspyrnu um þá Arnór Ingva og Samúel Kára.
Við endum þáttinn á skemmtilegri uppákomu í Sandgerði í vikunni. Þar var bæjarstjórnin að koma saman í síðasta skipti því nú sameinast Sandgerði og Garður í nýtt sveitarfélag. Halldór Lárusson tónlistarskólastjóri tók bæjarstjórnina í örnámskeið í bumbuslætti með góðum árangri.