Fimmtudagur 14. júní 2018 kl. 11:00

Flugnemar framtíðarinnar fengu þyrlu í heimsókn

Flugakademía Keilis er núna með þriggja daga námskeið fyrir krakka á aldrinum 13-16 ára, en í gær kom þyrla frá Landhelgisgæslunni í heimsókn. Áhugi á flugi hefur aukist mikið og ungmennin voru spennt þegar hún lenti á flötinni við Keili.

Krakkarnir fengu að skoða hana og settust um borð. Víkurfréttir ræddu við Svein Björgvinsson, rekstrarstjóra verklegrar deilda í Keili og spurðum hann út í gang mála.
 

 

 

Víkurfréttamyndir: Árni Þór Guðjónsson