Föstudagur 21. október 2016 kl. 10:53

Flugið, framtíðarstörf, leiklist og varnarliðið

- í 41. þætti Sjónvarps Víkurfrétta á þessu ári

Nýjasti þáttur Sjónvarps Víkurfrétta er kominn á netið í háskerpu. Þáttur vikunnar er 41. þáttur ársins og að þessu sinni eru viðfangsefni okkar fjögur.

Í fyrri hluta þáttarins er rætt við forstjóra ISAVIA um gríðarlegan vöxt í ferðaþjónustunni á Keflavíkurflugvelli. Við tökum einnig hús á Leikfélagi Keflavíkur sem í dag vinnur að uppsetningu á söngleik með 80 ungmennum af Suðurnesjum. Þá förum við á starfakynningu fyrir ungmenni sem haldin var í Reykjanesbæ.

Í síðari hluta þáttarins er þriðji og síðasti hluti umfjöllunar okkar um brotthvarf Varnarliðsins fyrir áratug síðan.

Sjónvarp Víkurfrétta er á dagskrá ÍNN á fimmtudagskvöldum kl. 21:30.