Flugeldasýningin frá nýju sjónarhorni og í HD
Fimm stjörnu flugeldasýning Björgunarsveitarinnar Suðurnes var hápunktur Ljósanætur í Reykjanesbæ í gærkvöldi. Um 20.000 manns fylgdust með sýningunni sem var einstaklega glæsileg að þessu sinni þar sem flugeldar sprungu í miklu magni bæði á himni og á haffletinum framan við Bergið.
Hilmar Bragi Bárðarson horfði á sýninguna frá nýju sjónarhorni þetta árið en hann var með flugeldagenginu á Berginu og var því beint undir sýningunni.
Í meðfylgjandi myndskeiði er lítið brot af sýningunni en það má sjá í háskerpu (1920x1080) með því að opna myndskeiðið í fullan skjá.
Myndskeið frá flugeldasýningunni má sjá í háskerpu í myndskeiðinu hér að ofan.