Fimmtudagur 20. október 2022 kl. 19:30

Flug, framtíðarstörf og bleikur dagur í Suðurnesjamagasíni

Ný 22.000 fermetra viðbygging við Flugstöð Leifs Eiríkssonar til austurs er nú í byggingu. Byggingin er stærri en flugstöðin þegar hún var opnuð árið 1987. Kostnaður við framkvæmdina er á þriðja tug milljarða króna. Þá er einnig unnið við akbrautir flugvéla á Keflavíkurflugvelli til að auka bæði öryggi og afköst. Allt um þetta í Suðurnesjamagasíni vikunnar.

Í þættinum förum við einnig á starfsgreinakynningu fyrir grunnskólabörn í 8. og 10. bekk á Suðurnesjum. Þá fær bleikur dagur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja pláss í þættinum og sýnishorn úr þættinum Suður með sjó, þar sem rætt verður við Guðbjörgu Glóð Logadóttur.

Suðurnesjamagasín er á dagskrá Hringbrautar og vf.is á fimmtudagskvöldum kl. 19:30.