Flott Suðurnesjaperla Vox Felix
Vox Felix flutti Suðurnesjaperlur á vortónleikum kórsins í Stapa 8. maí. Þétt söngdagskrá kórsins stóð yfir í tvær klukkustundir og nær fullsetinn Stapi naut hverrar mínútu á skemmtilegum tónleikum.
Kórinn er skipaður mörgum flottum söngvurum en tólf þeirra stigu fram og sungu hin ýmsu lög eftir tónlistarfólk frá Suðurnesjum í gegnum tíðina. Lokalagið gerðu þau frábærlega þar sem kórinn söng eftirminnilegt lag Rúnars Júlíussonar „Það þarf fólk eins og þig“ sem sjá og heyra má hér með fréttinni.