Föstudagur 17. desember 2010 kl. 17:26

Fljúgandi þak í Keflavík - video

Þak fauk af íbúðarhúsi við Austurgötu í Keflavík í dag. Brak úr þakinu skemmdi bifreið á bílastæði við Hafnargötu. Sölvi Logason, ljósmyndari Víkurfrétta, náði meðfylgjandi myndum á gsm-síma við Austurgötuna sem sýna þegar þakið flettist af húsinu. Engu líkara er en sprenging hafi orðið. Mikill veðurofsi hefur verið á Suðurnesjum í dag og björgunarsveitarfólk hefur haft í nógu að snúast.

Myndir: Sölvi Logason