Fljúgandi sprengju-síld í Grindavíkurhöfn
Óvenjumikil síldargengd hefur verið í höfninni í Grindavík undanfarið og sást það vel þegar sprengt var í höfninni í gær vegna dýpkunarframkvæmda.
Gunnar Oddur Halldórsson tók þetta myndskeið sem er á mbl.is sem sýnir síldina bókstaflega taka flugið þegar sprengjan sprakk.