Fjörug Fló á skinni í Frumleikhúsinu
Það var allt að verða klárt fyrir frumsýningu á farsanum Fló á skinni hjá Leikfélagi Keflavíkur þegar myndin hér að neðan var tekin í vikunni. Sýningar á verkinu hófust á föstudagkvöld í Frumleikhúsinu í Keflavík. Það er öflugur hópur leikara sem kemur fram í uppfærslunni en leikstjóri er Karl Ágúst Úlfsson.
Það er óhætt að hvetja alla til að skella sér í leikhús og hlæja dátt að óborganlegum farsa sem hefur slegið í gegn um allan heim undanfarin 100 ár eða svo. Farsinn hefur verið staðfærður og gerist á Suðurnesjum.
Nánar er fjallað um verkið í Suðurnesjamagasíni en innslag úr þættinum er í spilaranum hér að ofan.