Fjölþætt heilsuefling fyrir eldri borgara
Fjölþætt heilsuefling fyrir eldri borgara 65 ára og eldri í Reykjanesbæ hófst á vormánuðum árið 2017. Um var að ræða samstarfsverkefni Reykjanesbæjar, Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja og doktors Janusar Guðlaugssonar ,íþrótta- og heilsufræðings. Niðurstöður doktorsrannsóknar Janusar, sem verkefnið var byggt á, sýndu að með markvissri fyrirbyggjandi heilsurækt eldri aldurshópa megi efla verulega afkastagetu þeirra og lífsgæði, ásamt því að draga úr áhættuþáttum hjarta- og æðasjúkdóma.
Og hér er verið að tala um að spara fullt af peningum í heilbrigðiskerfinu. Við hittum Janus haustið 2017 og heimsóttum hann aftur tveimur árum síðar og ræddum við hann um árangurinn sem náðst hefur. Við ræddum líka við ánægða þátttakendur, meðal annars 96 ára gamlan, réttara sagt ungan kappa …
Innslagið má sjá í spilaranum hér að ofan.