Fjölmenningin og 3 þúsund Pólverjar
Ein stærsta áskorun Reykjanesbæjar og sveitarfélganna á Suðurnesjum er fjölmenningin en um fjórðungur allra íbúa á svæðinu eru af erlendum uppruna. Þar eru Pólverjar lang stærsti hópurinn en hann telur um þrjú þúsund manns. Reykjanesbær réði fyrir ári síðan Hilmu Hólmfríði Sigurðardóttur sem verkefnisstjóra fjölmenningar í bæjarfélaginu.
Víkurfréttir hittu Hilmu og spurðu hana út í hverjar áskoranirnar væru helstar í fjölmenningunni en meðal verkefna í annað sinn er pólska menningarhátíð í Reykjanesbæ en hún er haldin sem næst þjóðhátíðardegi Pólverja og verður nú haldin á Nesvöllum í Reykjanesbæ.
Hilma með vinsælustu pólsku vöru á Íslandi á pólsku hátíðinni 2018.