Fjölmenni í skötuveislu á Réttinum
Á fjórða hundrað manns mættu í Skötuveislu á Réttinum í Reykjanesbæ á Þorláksmessu og nutu skötu og meira góðgætis undir ljúfum tónum frá Guðmundi Hermannssyni, Mumma.
„Þetta er mesti fjöldi sem hefur komið hingað í skötuveislu. Við höfum verið að byggja þetta upp á síðustu árum, þannig að þetta er ánægjulegt,“ sagði Magnús Þórsson, eigandi Réttarins. Með honum var hans starfsfólk sem var á hlaupum við að þjónusta svo marga sem komu í skötuveisluna. Til aðstoðar var enginn annar en þekktasti veitingamaður Suðurnesjamanna, Axel Jónsson. „Það vantaði mann í feitina. Ég var tilvalin í það,“ sagði Axel sem hefur einbeitt sér að því að gera góðan skólamat fyrir nemendur undanfarin tuttugu og fimm ár.
Tíðindamaður VF heyrði í þeim félögum og elsta viðskiptavini dagsins, Gunnari Jónssyni, sem fagnaði aldarafmæli á árinu