Sunnudagur 1. janúar 2012 kl. 05:09

Fjölmargir við áramótabrennu í Garðinum

Áramótabrennan í Garði er orðinn fastur liður í áramótagleðinni og þangað leggja margir leið sína um hver áramót. Eins og undanfarin ár var myndarlegur bálköstur á gamla malarvellinum í Garði sem Björgunarsveitin Ægir sér um af myndarskap og þá var flugeldasýning í boði Sveitarfélagsins Garðs. Hún var óvenju flott í ár og haft var á orði að greinilega væru Garðmenn að fagna því að nýr fjármálaráðherra Íslands væri úr Garðinum.