Fjölhæfasti Grindvíkingurinn, Sigga Dögg og gömlu góðu lögin
- í Suðurnesjamagasíni vikunnar
Suðurnesjamagasín er á dagskrá Hringbrautar og vf.is í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 20:30. Í þætti vikunnar förum við til Grindavíkur og hittum þar Pálmar Örn Guðmundsson, sem við höldum að sé fjölhæfasti Grindvíkingurinn.
Við kynnumst einnig honum Daða, hann er ungur gaur sem glímir við ástina, ástarsorg, sjálfsmyndina og gredduna. Daði er söguhetjan í nýjustu bók Siggu Daggar kynfræðings.
Þá hittum við fyrir reynslumikla tónlistarmenn sem eru komnir af léttasta skeiði og geta leikið 80 íslensk lög.