Föstudagur 20. febrúar 2015 kl. 10:45

Fjölbreyttur mannlífs- og menningarþáttur í háskerpu

Sjöundi þáttur ársins frá Sjónvarpi Víkurfrétta er kominn á netið.

Í fyrri hluta þáttarins tökum við hús á starfsfólki Keflavíkurflugvallar sem er sá besti í Evrópu. Við förum einnig á körfuboltaleik og kíkjum á æfingu hjá Leikfélagi Keflavíkur.

Í síðari hluta þáttarins dönsum við gegn ofbeldi á konum og förum í afmæli Keflavíkurkirkju.
Þáttinn má sjá hér í háskerpu.