Fimmtudagur 8. september 2016 kl. 14:29

Fjölbreytt uppgjör við Ljósanótt

- í nýjasta þætti Sjónvarps Víkurfrétta

Sjónvarp Víkurfrétta gerir upp Ljósanótt í Reykjanesbæ í nýjasta þættinum sem er á dagskrá sjónvarpsstöðvarinnar ÍNN í kvöld, fimmtudagskvöld kl. 21:30. Þáttinn má einnig sjá í spilaranum hér að ofan í háskerpu.

Í þættinum er farið um víðan völl á Ljósanótt í Reykjanesbæ, rætt við fólk sem tók þátt í hátíðinni og sýnt frá viðburðum.

Sjónvarp Víkurfrétta er vikulega á dagskrá ÍNN á fimmtudögum. Þá framleiðir Sjónvarp Víkurfrétta innslög sem eru birt á vef Víkurfrétta.