Fimmtudagur 8. febrúar 2018 kl. 20:00

Fjölbreytt Suðurnesjamagasín

Það er fjölbrteyttur þáttur hjá Suðurnesjamagasíni Víkurfrétta í þessari viku.

Við hefjum leikinn hjá Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum sem fagnar 20 ára afmæli um þessar mundir.

Við kynnum okkur málþing um þróun íbúabyggðar og ræðum við baráttukonu sem vill bjarga Sundhöll Keflavíkur. 

Svo endum við þáttinn í Eurovision-stuði en Sólborg okkar Guðbrandsdóttir tekur þátt í undankeppni Eurovision á laugardagskvöldið.
 
Þennan þátt og eldri þætti Suðurnesjamagasíns, getið þið líka séð á Víkurfréttasíðunni, vf.is. Þið getið horft á hann í símanum, spjaldtölvunni eða í tölvunni.