Fjölbreytt starfsemi á Keflavíkurflugvelli og sorpeyðing á tímamótum
- í Suðurnesjamagasíni Víkurfrétta í þessari viku
Suðurnesjamagasín er á dagskrá Hringbrautar í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 20:30. Viðfangsefni okkar að þessu sinni eru annarsvegar Sorpeyðingarstöð Suðurnesja á tímamótum og hinsvegar fjölbreytt störf á Keflavíkurflugvelli. Þá erum við með fréttapakka frá Suðurnesjum í þættinum.
Á þessu ári eru liðin 40 ár frá stofnun Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja sf. Aðdragandinn að stofnun félagsins var að sveitarfélögin á Suðurnesjum tækju að sér sorpeyðingu fyrir Varnarliðið. Félagið starfrækir Kölku, fullkomna sorpbrennslustöð og þá einu á landinu en það eru tímamót í sorpmálum og meiri flokkun er málið og framtíðin.
Flugstöðin og Keflavíkurflugvöllur er endalaus uppspretta frétta fyrir okkur í Sjónvarpi Víkurfrétta og við skoðum slökkviðstöð Isavia og förum yfir ýmsar tölur úr starfsemi vallarins sem hafa margfaldast á síðustu 5-6 árum.
Suðurnesin eru líka kraumandi mannlífs- og fréttapottur. Við förum í smá fréttagír í lok þáttar og segjum frá ýmsu markverðu.
Horfa má á þáttinn í spilaranum hér að ofan.