Fjölbreytt sjónvarp frá Suðurnesjum
– Suðurnesjamagasín Víkurfrétta á Hringbraut og vf.is
Suðurnesjamagasín var á dagskrá Hringbrautar í gærkvöldi. Þátturinn, sem er fréttatengdur mannlífsþáttur frá Suðurnesjum var fjölbreyttur að vanda.
Við förum víða í þessum þætti. Útskáladagurinn í Garði var haldinn hátíðlegur og við vorum þar. Við hittum einnig heimsmeistarann í spilagöldrum og skoðum nýjustu perluna í ferðaþjónustu á Suðurnesjum. Í þættinum kíkjum við í safnahús Byggðasafns Reykjanesbæjar en hefjum þáttinn á útskrift Fjölbrautaskóla Suðurnesja og viðtalið við Kolbrúnu Júlíu sem er dúx skólans með einkunnina 9,74.