Fjarnám menntastoða að hefjast
Fjarnám Menntastoða fer af stað 6. janúar nk. Menntastoðir er samstarfsverkefni MSS, Keilis og Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins. MSS hefur kennt Menntastoðir í 2 ár núna en fyrsti fjarnámshópurinn útskrifast í janúar.
Menntastoðir eru menntunarúrræði sem gefur Suðurnesjafólki og öðrum landsmönnum færi á að feta menntaveginn á forsendum fullorðinna námsmanna. Þetta er því afar jákvætt í því ástandi sem nú ríkir hér á svæðinu og til þess fallið að hækka menntunarstigið og auka möguleika þeirra sem hér búa.
Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum hefur tekið saman meðfylgjandi kynningarmyndband um menntastoðir.