Fjármálaráðherrann úr Garðinum
Oddný G. Harðardóttir er nýr fjármálaráðherra í ríkisstjórn Íslands. Oddný er úr Garðinum og það snerti hana mjög að þegar hún kom heim í Garðinn eftir ríkisráðsfund á Bessastöðum á gamlársdag að búið var að flagga um allan Garð. Hún segir í samtali við Víkurfréttir að það hafi komið henni á óvart að hún hafi verið valin fyrst kvenna til að gegna embætti fjármálaráðherra.
Páll Ketilsson fréttamaður átti viðtal við Oddnýju í gærkvöldi þegar hún hafði lokið sínum öðrum starfsdegi í fjármálaráðuneytinu. Viðtalið er hér í Sjónvarpi Víkurfrétta.