Fisktækniskólinn í Grindavík, Virkniþing og ungmenni í Suðurnesjamagasíni
Það er áhugaverður þáttur af Suðurnesjamagasíni í þessari viku. Við heimsækjum Fisktækniskóla Íslands í Grindavík og ræðum þar við Ólaf Jón Arnbjörnsson skólameistara um stöðu skólans í dag og framtíðarhorfur.
Virkniþing Suðurnesja var haldið í vikunni í Hljómahöll. Við vorum þar og ræddum við fólk. Þá fáum við einnig til okkar ungmenni úr ungmennaráði Reykjanesbæjar, sem hefur ýmislegt til málanna að leggja.
Suðurnesjamagasín er á dagskrá Hringbrautar og vf.is á fimmtudögum kl. 19:30.