Fish’n’chips og norðurljósabærinn
- einnig bjöllukór og Aravísur
43. þáttur ársins hjá Sjónvarpi Víkurfrétta býður upp á bland í poka úr mannlífinu á Suðurnesjum. Við fylgjumst með söng 3. bekkinga í Myllubakkaskóla í Keflavík á Aravísum, förum út á Garðskaga sem er einn vinsælasti ferðamannastaður á Íslandi og förum á æfingu hjá bjöllukór Tónlistarskóla Reykjanesbæjar.
Við hefjum leikinn í þætti vikunnar í fisk og frönskum í Grindavík en Útgerðarfyrirtækið Þorbjörn hf. í Grindavík selur yfir 3000 tonn af sjófrystum þorski og ýsu á Bretlandsmarkað á hverju ári. Nær allur þessi fiskur fer á veitingastaði sem selja hið vinsæla fish and chips. Þorbjörn hf. býður Suðurnesjafólki í fisk og franskar í Grindavík á morgun en veislan er hluti af Fjörugum föstudegi í Grindavík.
Þátturinn er á dagskrá ÍNN í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 21:30 en þáttinn má nálgast hér að neðan í háskerpu.