Fimm stjarna Diamond Suites í Sjónvarpi Víkurfrétta
Fyrsta fimm stjarna hótelið á Íslandi opnar formlega þann 17. maí í Keflavík. Á fjórðu hæðinni á Hótel Keflavík hafa iðnaðarmenn staðið í ströngu síðustu mánuði við að innrétta glæsihótel sem er einstakt á Íslandi. Diamond Suites er stærsta svítan á öllum Norðurlöndum og er 290 fermetrar. Henni má svo skipta upp í fimm minni svítur, allt eftir þörfum viðskiptavina. Við skoðum Diamond Suites í þætti vikunnar hjá Sjónvarpi Víkurfrétta.
Við kynnum okkur einnig gróskumikið starf Júdódeildar Njarðvíkur þar sem um 100 manns á öllum aldri kljást í þessari íþrótt. Við förum á æfingu hjá deildinni og ræðum við þjálfara og iðkendur.
Þátturinn er á dagskrá ÍNN kl. 21:30 á fimmtudagskvöldi og endursýndur á tveggja tíma fresti í sólarhring. Þáttinn má sjá hér að ofan í háskerpu.