Fimleikar, loðna og leikhús í Sjónvarpi Víkurfrétta
– 9. þáttur SVF í 1080P háskerpu
Níundi þáttur Sjónvarps Víkurfrétta verður á dagskrá ÍNN í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 21:30. Í þættinum kíkjum við m.a. í heimsókn til Fimleikadeildar Keflavíkur og tökum púlsinn á nokkrum ungum fimleikastrákum sem sóttu fyrsta bikarmeistaratitil deildarinnar um liðna helgi.
Í þættinum skellum við okkur einnig í loðnuhrognavinnslu hjá Saltveri í Njarðvík, tökum púlsinn á ferðamálum á svæðinu og ræðum við Davíð Guðbrandsson leikara sem er að leikstýra í fyrsta skipti um þessar mundir.
Þátturinn er aðgengilegur í háskerpu hér á vf.is.