Mánudagur 14. febrúar 2011 kl. 12:12

Festist undir jeppa eftir veltu á Grindavíkurvegi

Ökumaður jeppabifreiðar festist undir bifreiðinni eftir að hún valt á Grindavíkurvegi á ellefta tímanum í morgun. Sjúkrabifreið frá Grindavík var send á vettvang ásamt sjúkrabíl og tækjabíl frá Brunavörnum Suðurnesja.

Þegar björgunarlið kom á staðinn var ökumaður fastur með fætur undir jeppanum. Nokkurn tíma tók að losa ökumanninn sem síðan var fluttur á sjúkrahús til Reykjavíkur.

Jeppabifreiðin er mikið skemmd eftir slysið.



Frá slysstað á Grindavíkurvegi nú áðan. Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson