Fermingarbörn í nútíð og fortíð
- Sýning um fermingar opnuð í Bókasafni Reykjanesbæjar í dag
Sýning um fermingar verður opnuð í Bókasafni Reykjanesbæjar klukkan 16:00 í dag. Á sýningunni verða ýmsir munir tengdir fermingum úr fórum íbúa í Reykjanesbæ. Þá eru einnig hópmyndir af fermingarbörnum liðinna ára frá nokkrum kirkjum á Suðurnesjum. Meðal gersema á sýningunni eru einnig gömul fermingarföt og fermingargjafir. Þá eru einnig sýnd þar viðtöl við íbúa Reykjanesbæjar um fermingardaginn.
Sýningin mun standa fram yfir hvítasunnu.
Sjónvarp Víkurfrétta kíkti í bókasafnið í vikunni þegar undirbúningur var á lokametrunum.