Fermingar byrjaðar á Suðurnesjum
Fermingar eru byrjaðar hér suður með sjó. Undirbúningur fyrir stóru stundina hefur staðið yfir síðan í haust. Marta Eiríksdóttir kíkti í fermingarfræðslu í Keflavíkurkirkju og ræddi þar við fermingarbörn og séra Fritz Már Jörgensson, sem hóf störf um haustið 2017 hjá Keflavíkursókn.
Innslagið er svo skreytt með myndum úr fermingarguðsþjónustu í Ytri-Njarðvíkurkirkju um síðustu helgi.