Ferðaþjónusta á Reykjanesskaganum og tónlistarmaðurinn Sigurbjörn Daði
Við gerum ferðaþjónustu á Reykjanesskaganum skil í Suðurnesjamagasíni þessarar viku. Þeir Eyþór Sæmundsson frá Markaðsstofu Reykjanes og Daníel Einarsson frá Reykjanes Geopark eru viðmælendur okkar í Suðurnesjamagasíni.
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson er liðtækur tónlistarmaður í Grindavík sem tekur að sér söng og tónlistarflutning við ýmis tækifæri. Hann var að opna vefsíðuna sibbiog.is og við hittum hann í Strandarkirkju þar sem hann var að taka upp tónlist fyrir síðuna.
Suðurnesjamagasín er á dagskrá Hringbrautar og vf.is alla fimmtudaga.