Föstudagur 8. október 2021 kl. 18:08

Ferðakaupstefnan gekk eins og í sögu

Ferðakaupstefnan Vestnorden fór fram í Reykjanesbæ í vikunni þar sem ferðaþjónustan á Íslandi, í Færeyjum og á Grænlandi kynnti það sem hún hefur upp á að bjóða.

Tugir kynningarbása voru í Hljómahöllinni en Markaðsstofa Reykjaness hefur unnið að verkefninu með Íslandsstofu nokkur undanfarin ár. Gestir og starfslið á kaupstefnunni töldu um 500 manns og allt gekk eins og í sögu, sagði Tómas Young, framkvæmdastjóri Hljómahallar sem hýsti viðburðinn. Þar fóru m.a. fram 3.500 viðskipaviðtöl milli kaupenda og seljenda ferðaþjónustu.

Nánar er fjallað um málið í meðfylgjandi innslagi úr Suðurnesjamagasíni Víkurfrétta.