Fimmtudagur 22. mars 2018 kl. 20:00

Fasteignamarkaður, Duus og stuttmyndagerð í Suðurnesjamagasíni

Suðurnesjamagasín er á dagskrá Hringbrautar og vf.is í kvöld kl. 20:00. Við skoðum Duus Safnahús í Reykjanesbæ sem á dögunum fengu hvatningarverðlaun ferðaþjónustunnar á Reykjanesi. 
 
Í þættinum ræðum við einnig við ungan kvikmyndagerðarmann sem er að fara frumsýna nýja stuttmynd á ævintýralegum nótum í Bíó Paradís. 
 
Þá byrjum við að skoða fasteignamarkaðinn á Suðurnesjum í þessum þætti og tökum hús á verktakafyrirtækinu Húsanesi.