Sunnudagur 2. nóvember 2014 kl. 15:15

Fast skotið í nýrri revíu

– Leikfélag Keflavíkur sýnir Með ryk í auga

Það er fast skotið í nýrri revíu Leikfélags Keflavíkur. Revían heitir Með ryk í auga en frumsýning var á föstudagskvöld. Önnur sýning er í kvöld, sunnudagskvöld, í Frumleikhúsinu við Vesturbraut kl. 20:00.
Sjónvarp Víkurfrétta kíkti á æfingu í vikunni og ræddi þar við einn handritshöfunda og einnig leikstjórann. Í meðfylgjandi innslagi má einnig fá örlitla innsýn í það grín sem í boði er í revíunni.